Ísólfur Gylfi heimsótti nýársbarnið

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, heimsótti nýársstúlkuna frá Hvolsvelli þegar fjölskyldan var komin heim en stúlkan var fyrsta barnið sem kom í heiminn á landinu á þessu ári.

Eins og sunnlenska.is hefur greint frá er stúlkan þriðja barn þeirra Berglindar Hákonardóttur og Einars Viðars Viðarssonar.

Ísólfur færði fjölskyldunni blómvönd og árskort í sund frá sveitarstjórninni og að sjálfsögðu hamingjuóskir með fyrsta barn ársins.

Fyrri greinDómaranám með fjarkennslu
Næsta greinSASS setur upp starfsstöð á Höfn