Íslendingarnir fljúga heim frá Jórdaníu

Um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að farþegaflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda myndi sækja til Tel Aviv, verða fluttir til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum verður flogið aftur heim til Íslands.

Eins og áður segir stóð til að sækja hópinn til Tel Aviv í nótt, en Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum þar vegna nýs öryggismats.

Íslendingahópurinn er að leggja af stað frá Jerúsalem í þessum töluðu orðum áleiðis til Amman og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld.

Fyrri greinKirkjuhvoll í skelfilegu ástandi vegna myglu
Næsta greinSeljavallalaug 100 ára