Íslendingar duglegri að nota tjaldsvæðin

Gistináttum á Suðurlandi fjölgaði um nærri 66 þúsund á síðasta ári miðað við árið 2011, en árið 2012 voru gistinætur á Suðurlandi alls 634.255. Þær voru 568.503 árið 2011 og 532.914 árið 2010.

Gistinætur á hótelum töldust vera rúmlega 200 þúsund í fyrra. Gistinætur á tjaldsvæðum á Suðurlandi töldust vera rúmlega 127 þúsund.

Útlendingar gistu meira en tvöfalt fleiri nætur á gististöðum á Suðurlandi í fyrra, eða 444.158 nætur á móti 190.097. Gistináttum Íslendinga fjölgaði um tæplega átta þúsund á meðan gistináttum útlendinga fjölgaði um 58 þúsund á milli ára.

Íslendingar gistu þó meira en útlendingar á tjaldsvæðum, gistinætur Íslendinga á tjaldsvæðum voru um 67 þúsund á meðan gistinætur útlendinga voru ríflega 60 þúsund.

Í fyrra töldust hótel og gistiheimili á Suðurlandi vera 61 talsins, fjöldi herbergja var 1834 og fjöldi rúma var 3773 samkvæmt tölum Hagstofunnar

Fyrri greinNýr og „þroskaðri“ 800Bar opnar í næstu viku
Næsta greinHrafnhildur Hanna efnilegust