Íslandus fær góðar viðtökur

„Viðtökurnar hafa verið æðislegar,“ segir Hrund Erlingsdóttir starfsmaður Íslandus, nýrrar ísbúðar og minjagripaverslunar sem opnaði að Austurvegi 58 á Selfossi fyrir skömmu.

Hrund er dóttir þeirra Erlu Birgisdóttur og Erlings Magnússonar sem eiga búðina. „Það hefur verið stöðugur straumur og fólk er ánægt með búðina og aðstöðuna,“ segir Hrund.

Selfyssingar og nærsveitungar virðast taka vel í þessa nýjung. „Búðin var full sunnudaginn eftir að við opnuðum og röð út að dyrum. Það var svo mikið að gera að frændfólk sem kom til þess að fá sér ís var dregið í vinnu til að hjálpa okkur. En við náðum að halda dampi og þetta var bara gaman,“ segir Hrund sem er mjög ánægð með viðtökurnar fyrstu dagana.

Fyrri grein„Heppnir að byrja ekki fyrr“
Næsta greinBorgaði sig að stoppa á Selfossi