Íslandshótel kaupir Hótel Heklu

„Já, við erum búnir að selja reksturinn og hættum núna um áramótin þegar Íslandshótel tók við rekstri hótelsins,“ segir Jón Gunnar Aðils þegar hann var spurður að því hvort hann væri búin að selja Hótel Heklu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Jón Gunnar og Ólafur Auðunsson hafa rekið hótelið síðustu ár. Íslandshótel er með nokkur hótel í Reykjavík, þar á meðal Grand Hótel, og rekur auk þess tíu hótel undir keðjuheitinu Fosshótel, um land allt.

Fyrirtækið er jafnframt að byggja hótel í Öræfasveit og á Húsavík.

Á Hótel Heklu eru 47 herbergi, fundarsalir, veitingasalur, setustofa, bar og ný og glæsileg útiaðstaða með heitum pottum og gufubaði.

Fyrri greinSkuldir og tekjur aukast
Næsta greinGáttaðir á iðnaðar- og viðskiptaráðherra