Íslandsbanki og Árborg gera samning um bankaviðskipti

Íslandsbanki og Sveitarfélagið Árborg hafa gert samning um öll bankaviðskipti Árborgar og tengdra stofnana og fyrirtækja.

Um er að ræða samning um innlána- og útlánaviðskipti, innheimtuþjónustu og millifærslur auk annarrar hefðbundinnar bankaþjónustu.

Tengdar stofnanir Sveitarfélagsins Árborgar eru m.a. Selfossveitur sem annast sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni, Leigubústaðir Árborgar, sem hefur með rekstur félagslegs húsnæðis að gera fyrir Sveitarfélagið, Sandvíkursetrið ehf., Byggingarsjóður aldraðra og aðrar stofnanir. Samningurinn gildir til loka ársins 2018.

Samningurinn er gerður á grundvelli útboðs sem Sveitarfélagið Árborg stóð fyrir í marsmánuði en Íslandsbanki átti hagstæðasta tilboðið. Er þetta í fyrsta sinn sem sveitarfélagið býður út bankaviðskipti sín í heild sinni.

Á myndinni hér fyrir ofan eru (fremst f.v.) Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri Árborgar og Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi. (Fyrir aftan f.v.) Rósa Júlía Steinþórsdóttir, fyrirtækjasviði Íslandsbanka og Sigurveig Sigurðardóttir viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka á Selfossi.

Fyrri greinGrunnskólanemar rannsaka gróðurmyndun
Næsta greinHelgi Haralds: Uppbygging íþróttamannvirkja í Svf. Árborg