Íslandsbanki er bakhjarl Menningarveislunnar

Sólheimar og Íslandsbanki hafa gert með sér samkomulag þar sem Íslandsbanki verður bakhjarl Menningarveislu Sólheima næstu þrjú árin.

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka mætti á Sólheima ásamt þeim Magnúsi Magnússyni og Jóni Rúnari Bjarnasyni útibússtjóra á Selfossi þar sem samkomulagið var undirritað.

Meðal þess sem er í boði á Menningarveislu Sólheima eru list- og umhverfissýningar, handverks- og sögusýningar. Fræðsluerindi verða í boði í Sesseljuhúsi, lífrænir markaðsdagar við verslunina Völu auk tónleika sem verða á dagskrá alla laugardaga í Sólheimakirkju í allt sumar.

Samhliða samkomulaginu var ákveðið að sett skuli upp „farandsýning“ með verkum íbúa Sólheima. Sýningin verður sett upp hið minnsta í fimm útibúum Íslandsbanka.

„Íbúar Sólheima eru þakklátir Íslandsbanka fyrir stuðning og þann góða vilja sem þeir hafa ávallt sýnt starfsemi Sólheima og eru stoltir af því samkomulagi sem nú er gert milli aðila,“ sagði Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, í samtali við sunnlenska.is

Fyrri greinSögulegur sigur Selfyssinga
Næsta greinEngin stór fornleifaverkefni á Suðurlandi í ár