Ísdagurinn í dag

Kjörís í Hveragerði býður Íslendingum til sinnar árlegu ísveislu á athafnasvæði fyrirtækisins í dag frá kl. 13-16.

Eins og undanfarin ár verður fjölda spennandi ístegunda í boði. Hin ýmsu ólíkindabrögð verða á sínum stað s.s. Sinnepsís, Vinur Sjóarans, Sölís, Barbequeís, Mangóís, Kíwíís og margt fleira.

Ingó Veðurguð, Mæja jarðarber úr Ávaxtakörfunni, Katrín Stefánsdóttir úr Hæfileikakeppni Íslands, KjörísBeibís, Lína Langsokkur og Sóli Hólm munu meðal annarra skemmta gestum og ekki má gleyma hreystibraut Hjalta Úrsus fyrir hrausta krakka.