Intersport lokar í sumar

Íþrótta­vöru­versl­unin Intersport mun hætta starf­semi í sum­ar. Intersport rekur þrjár verslanir, á Selfossi, Akureyri og í Reykjavík.

Starfs­fólki Intersport var tikynnt um þetta í síð­ustu viku, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans sem greindi fyrst frá málinu. Eign­ar­halds­fé­lagið Festi, sem sér­hæfir sig í rekstri versl­un­ar­fyr­ir­tækja, er eig­andi Intersport og hefur rekið stór­verslun undir merk­inu á Bílds­höfða í 19 ár.

Jón Björns­son, for­stjóri Fest­is, stað­festir það við Kjarn­ann að versl­un­inni verði lokað í sumar og að lag­er­sala sé þegar haf­in. Önnur versl­un, sem þó verði ekki íþrótta­vöru­versl­un, muni opna á þeim stað sem Intersport hefur ver­ið. „Núver­andi starfs­fólki Intersport hefur verið boðið að vinna fyrir önnur fyr­ir­tæki Festi, hafi þau áhuga á því,“ segir Jón.

Frétt Kjarnans

Fyrri greinUmræður um íslenska grafík
Næsta greinÓlafur Magni og Jóna Kolbrún íþróttafólk ársins