Innlend eftirspurn eykst

Að sögn Sigurðar Ágústssonar, kornræktarbónda í Birtingaholti, í Hrunamannahreppi er ljóst að eftirspurn eftir innlendu korni er að aukast.

Á síðasta ári keypti Fóðurblandan yfir 1.000 tonn af innlendu korni. Sigurður sagðist þó ekki vera viss um hvort það hefði áhrif á framleiðslu hér innanlands enda ljóst að Fóðurblandan væri ekki að borga hátt verð fyrir kornið. ,,Bændur hafa ekki verið að sækja mikið í þetta enda er Fóðurblandan að borga sama verð og fyrir innflutt korn. Þetta mun þó án efa styrkja kornræktina hér heima,“ sagði Sigurður.

Metframleiðsla var á korni á Suðurlandi síðasta sumar en Sigurður sagði að ekki væri enn komið í ljós hve miklu korni yrði sáð næsta sumar. Þar skipti miklu verð á fræi og áburði.

Fyrri greinFimmti hver á Suðurlandi
Næsta greinEyjafjallajökull seldur á 5,2 milljónir króna