Innbrotstilraun í Tíuna

Aðfaranótt sunnudags var gerð tilraun til að brjótast inn í söluturninn Tíuna við Breiðumörk í Hveragerði.

Ummerki voru um þetta á hurðakarmi aðalinngangs sem eigandi veitti athygli þegar hann kom til vinnu á sunnudagsmorgun.

Vegfarandi sá til grárrar pallbifreiðar með ljóskösturum á þaki við söluturninn um klukkan þrjú um nóttina.

Lögreglan biður þá sem búa yfir upplýsingum um þessa bifreið eða óeðlilegar mannaferðir við Tíuna þessa nótt að hafa samband í síma 480 1010.