Innbrotsþjófur athafnaði sig á meðan íbúarnir sváfu

Milli klukkan fimm og sex á fimmtudagsmorgun var brotist inn í kjallaríbúð að Háengi 4 á Selfossi og þaðan stolið tölvu og síma.

Sá sem þar var að verki mun hafa spennt upp glugga og farið inn og rótað í skápum og horfið á braut með þýfið.

Tveir menn sváfu í íbúðinni og vaknaði annar þeirra við gluggaskell. Þegar hann varð þess var að óboðinn gestur hafi verið á ferð fór hann út og sá þá skugga af manni á hlaupum frá húsinu.

Helgina 12. til 14. mars síðastliðinn, líklegast aðfaranótt þess 14., var brotist inn í hesthús í hesthúsahverfinu á Hellu. Farið var inn í hnakkageymslu og tveimur hnökkum stolið. Þeir sem veitt geta upplýsingar um þessi tvö innbrot að hafa samband við lögreglu í síma 444 2010.

Fyrri greinÖkumaður dráttarvélar kærður fyrir mörg brot
Næsta greinStefán Ragnar biðst afsökunar