Innbrotsþjófar ollu miklum skemmdum

Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var um 200 lítrum af dísilolíu stolið af kranabifreið og skotbómulyftara sem voru við Kuldabola í Þorlákshöfn.

Sömu nótt var brotist inn í kaffiskúr á gámasvæðinu við höfnina. Þar var mikið rótað til, kaffi og pappír dreift um skúrinn og fartölvu stolið. Jafnframt var gerð tilraun til að fara inn í gáma á svæðinu.

Þeir sem þarna voru að verki ollu miklum skemmdum.

Lögregla biður þá sem hugsanlega búa yfir vitneskju um þessi mál að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinSamstarfið gengur vel
Næsta greinHarma að lokun sé ekki virt