Innbrotsþjófar á reynslulausn – komnir bak við lás og slá

Tveir menn sem handteknir voru í gærmorgun grunaðir um innbrot í verslun á Laugarvatni voru í dag færðir fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem dómari dæmdi þá til að sitja af sér eftirstöðvar refsinga sinna.

Annar maðurinn hafði fengið reynslulausn í byrjun janúar á þessu ári og var dæmdur til að sitja af sér 143 daga eftirstöðvar af refsingu sinni en hinn hafði fengið reynslulausn sl. haust og var nú dæmdur til að sitja af sér 360 daga eftirstöðvar refsingar sinnar.

Mennirnir játuðu að hafa brotist inn í verslun á Laugarvatni í fyrri nótt og voru handteknir með megnið af ætluðu þýfi í bíl sem þeir óku. Það mál er áfram til rannsóknar hjá lögreglu.

Fyrri greinLandsbankinn selur á Selfossi
Næsta greinSpennandi stigakeppni milli Heklu og Þjótanda