Innbrotið á Geysi óupplýst

Lögreglan á Selfossi rannsakar enn innbrot í ferðamannaverslunina á Geysi aðfaranótt laugardagsins 25. september.

Þar brutust þrír menn inn og stálu útivistarfatnaði fyrir á fimmtu milljón króna.

Lögreglan biður alla sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.