Innbrotafaraldur í Þorlákshöfn

Innbrotafaraldur hefur gengið yfir Þorlákshöfn undanfarið og hefur bílum m.a. þrívegis verið stolið úr Bíliðjunni.

Bílarnir sem stolið hefur verið eftir innbrot í Bíliðjuna hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.

Lögreglan er með nokkra unga karlmenn grunaða um að hafa staðið að þessum innbrotum og er verið að vinna í að afla upplýsinga og gagna.

Mikilvægt er að hver sá sem veitt getur upplýsingar varðandi þessi innbrot að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinMetveiði í Stóru Laxá
Næsta greinFíkniefni fannst við tvær húsleitir