Innbrot við Þingvallavatn og í Flóanum

Í síðustu viku var brotist inn í læsta geymslu við bátaskýli í Hestvík í landi Nesja við Þingvallavatn. Meðal annars var tveimur utanborðsmótorum stolið þar.

Einnig var stolið rauðum 20 lítra bensíntanki, vöðlum, vöðluskóm og þremur uppblásanlegum bjargvestum. Annar utanborðsmótorinn er 25 hestöfl af Mercury gerð en hinn er Johnson 9,9 hestöfl. Andvirði þess sem stolið var er metið á rúma eina milljón króna.

Rauðu Honda TRX 680 fjórhjóli var stolið úr sumarhúsi í landi Fljótshóla í Flóahreppi. Þjófnaðurinn hefur átt sér stað einhverntímann í síðustu viku.

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þessi tvö þjófnaðarmál að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinSlysalaus vika: „Einsdæmi,“ segir lögreglan
Næsta greinLandsvirkjunarmenn hafa afboðað fjóra fundi í sumar