Innbrot og skemmdarverk á Selfossvelli

Brotist var inn í áhorfendastúkuna á Selfossvelli í síðustu viku og þar unnin skemmdarverk.

Stúkan er í byggingu og þeir sem þar fóru inn brutu járnrimla í loftræstiinntaki og brutu spónaplötur. Talið er að verknaðurinn hafi átt sér stað að kvöldi síðastliðins miðvikudags eða aðfaranótt fimmtudags.

Snemma í síðustu viku var Phoenix svörtu og gylltu fjallareiðhjóli stolið úr reiðhjólageymslu að Eyravegi 50 á Selfossi.

Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar um skemmdarverkin og þjófnaðinn að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinMeð alvarleg beinbrot og innvortis áverka
Næsta greinAndy Pew og Ingi Rafn semja við Selfoss – auk níu ungra leikmanna