Innbrot og hnupl í dagbók lögreglu

Brotist var inn í sumarbústað við Svínahlíð í Grafningi aðfaranótt síðastliðins föstudags. Þaðan var stolið sjónvarpi, fatnaði og áfengi. Ekki er vitað hver var þar á ferð.

Þá var maður staðinn að því að hnupla varningi í Shellskálanum á Stokkseyri í liðinni viku. Hann viðurkenndi brotið og var því lokið með sáttameðferð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Fyrri greinNýr formaður ungra bænda
Næsta greinGotti fundinn – baðst afsökunar á strokinu