Innbrot í sumarbústað

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um innbrot í sumarbústað í Grímsnesi í dag. Innbrotið hefur átt sér stað einhverntíman frá 13. september til gærdagsins.

Að sögn lögreglu var ýmsu lauslegu stolið, m.a. hnífasetti, sjónauka og púðum. Þá var lömpum stolið en önnur raftæki voru látin í friði.

Minniháttar skemmdir voru unnar á hurðarlás en að öðru leyti voru ekki frekari skemmdir unnar í húsinu.

Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480-1010.

Þá hafði lögreglan afskipti af ungum ökumanni sem er grunaður um hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna á Biskupstungnabraut við Tannastaði um kl. 12 í dag.