Innbrot í Ölfusi og Grímsnesi

Brotist var inn í hesthús í Þorlákshöfn á tímabilinu frá klukkan 17 síðastliðinn laugardag til klukkan 9 á sunnudag. Þaðan var stolið nokkrum hnökkum og beislum.

Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir þar um slóðir á fyrrgreindum tíma að hafa samband í síma 444 2010.

Einnig var lögreglunni tilkynnt um innbrot í sumarbústað við Kolgrafarhólsveg í Grímsnesi. Talið er að innbrotið hafi átt sér stað á tímabilinu frá 12. til 23. desember. Þaðan var stolið sjónvarpi, myndbandstæki og ýmsu fleiru og mikið rótað til í hirslum.