Innbrot í Hveragerði

Brotist var inn í íbúðarhús í Hveragerði í nótt og þaðan stolið fartölvu og farsíma og fleiru smálegu.

Íbúarnir voru sofandi á meðan þjófurinn leitaði verðmæta í húsinu.

Þegar einn íbúanna vaknaði í nótt var þjófurinn á bak og burt og er hann ófundinn.

Talið er að þjófurinn hafi farið inn um opinn glugga.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.