Innbrot í Grímsnesi og rúðubrot á Selfossi

Brotist var inn í skemmu að Syðri Brú í Grímsnesi aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Rúður voru brotnar og einhverjum munum stolið svo sem flatskjá og rafgeymum úr fjórhjólum.

Þá var brotin rúða í húsbíl sem stóð í Lóurima á Selfossi um helgina.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þessi tvö atvik að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinTafir vegna stórflutninga
Næsta greinUppgert veiðihús orðið að safni