Innbrot á Stokkseyri

Um kl. 18 á laugardag var brotist inn í íbúðarhús við Sólvelli á Stokkseyri og þaðan stolið 32" Toshiba sjónvarpstæki.

Íbúar hússins höfðu verið á ferðalagi og fengið mann til að fylgjast með húsinu. Sá tók eftir að útidyrahurð var opin og við nánari skoðun sást að rúða hafði verið brotin með steini.

Ekki er vitað hver var þarna að verki og biður lögregla þá sem hafa orðið varir við óviðkomandi á staðnum í umrætt sinn að hringja í síma 480 1010.