Innbrot á pizzastað

Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í veitingastaðinn Pizza Islandia við Eyraveg á Selfossi. Þjófurinn stal áfengi og hljóðmixer.

Þjófurinn braut sér leið inn um glugga á bakhlið hússins. Hann hafði tekið saman nokkuð af áfengi en ekki tekið nema lítinn hluta af því með sér út. Einnig mun hann hafa tekið með sér hljóðmixer.