Innbrot á gámasvæði við Seyðishóla

Brotist var inn í skrifstofugám frá Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem hann var staðsettur við gámasvæði við Seyðishóla um liðna helgi.

Litlu mun hafa verið stolið en tjón er á munum og óskar lögreglan eftir upplýsingum um mannaferðir við gámasvæðið hafi einhver tekið eftir einhverju óvenjulegu þar.