Innan við helmingur íbúða Íbúðalánasjóðs í útleigu

Íbúðalánasjóður á 283 íbúðir í ellefu sveitarfélögum á Suðurlandi. Minna en helmingur þeirra er í útleigu.

Langflestar þessara íbúða eru í Sveitarfélaginu Árborg, 134 talsins. Af þeim eru aðeins 49 í útleigu, ellefu eru óíbúðarhæfar eða í byggingu, en afgangurinn er óleigður.

Mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði víða á Suðurlandi. Á Selfossi leigist þannig nánast hver kytra og hafa bæjaryfirvöld sem og þingmenn rætt við stjórnendur Íbúðarlánasjóðs ýmist um að koma fleiri íbúðum í útleigu eða selja þær á markaði.

Björgvin G Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis, segir að stjórnarformaður sjóðsins, Jóhann Ársælsson hafi sagt að allra leiða yrði leitað til að koma fleiri íbúðum í útleigu.

Björgvin hyggst taka málið upp á Alþingi þegar það kemur saman í haust.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSextugasta starfsár ML hafið
Næsta greinSelfoss fær Einar Pétur lánaðan