Ingólfur kominn á sinn stað á Bakkanum

Húsið Ingólfur á Selfossi var flutt á Eyrarbakka í gærkvöldi og verður þar tímabundið þar sem það verður notað við tökur á nýrri kvikmynd, sem tekin verður upp í þorpinu nú í september.

Ingólfur var settur á vörubíl á Selfossi eftir hádegi í gær en fluttur á Eyrarbakka um klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar hafði hann nætursetu rétt austan við tjaldstæðið vestast í þorpinu.

Í morgun var Ingólfur síðan fluttur á sinn stað við Túngötuna og fylgdust margir þorpsbúar með verkinu sem unnið var af fumlausri fagmennsku.

Nokkur önnur hús í líkingu við Ingólf verða notaðar við tökurnar, auk skriðdreka.

Saga Film er með verkefnið á sinni könnu.

Fyrri greinVaka vann öruggan sigur
Næsta greinÞjórsárskóli í skógarferð