Jarðskjálfti af stærðinni 2,3 varð í austanverðu Ingólfsfjalli kl. 20:14 í kvöld. Nokkrir litlir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í allan dag.
Skjálftinn fannst vel á Selfossi en upptök hans voru í fjallsbrúninni fyrir ofan Tannastaði í Ölfusi á 1,2 km dýpi.
Í tilkynningu frá vakthafandi jarðvísindamanni á Veðurstofunni segir að svæðið sé virkt jarðskjálftasvæði og ekki er ólíklegt að minni eftirskjálftar fylgi í kjölfarið.
Fréttin verður uppfærð ef frekari tíðindi berast af Tannastaðaskjálftanum 2025.


