Ingimar kjörinn prestur á Klaustri

Ingimar Helgason. Ljósmynd/kirkjan.is

Ingimar Helgason, mag. theol., var kjörinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli og verður vígður þann 17. nóvember næstkomandi.

Ingimar er fæddur á Akureyri árið 1984 en ólst upp á Vopnafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og einkaflugmannsprófi frá Flugskóla Íslands árið 2007. Ingimar lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2018.

Ingimar hefur margvíslega starfsreynslu á kirkjulegum vettvangi. Á síðasta ári var hann kjörinn fulltrúi í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar. Um tíma gegndi hann í afleysingum  ritarastörfum í Grafarvogskirkju.

Kona Ingimars er Halldóra St. Kristjónsdóttir og er hún tæknimaður hjá DK-hugbúnaði. Þau eiga eitt barn.

Prestakallinu fylgir prestssetur á Kirkjubæjarklaustri og er presti skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili. Ingimar verður skipaður í embættið frá 15. nóvember til fimm ára.

Fyrri greinHamar úr leik í bikarnum
Næsta greinTveir ferðamenn á slysadeild