Ingileifur byggir Suðurlandsveg

„Ég á von á að samn­ingar verði undir­ritað­ir í næstu viku og við hefj­um undir­búning verks­ins í framhaldi af því,“ segir Ingileifur Jóns­son verktaki frá Svínavatni í Gríms­nesi.

Fyrirtæki hans mun sjá um tvöföldun Suður­­landsvegar, á kaflanum milli Litlu Kaffi­stof­unnar og Lögbergsbrekku alls um 6,5 kíló­metra löngum kafla. Til stóð að hefja fram­kvæmdir í vor en verkið dróst vegna kæru­­mála og fallið frá samningum við lægst­bjóðendur.

Ingileifur segir að fyrst verði ráðist í fyllingar sem kalli fyrst og fremst á stórvirkar vinnuvélar fremur en mann­skap. Um 20-30 manns starfa hjá fyrir­t­ækinu sem er að ljúka endurbyggingu vegarins í Vatnsfirði. „Við hefðum stað­ið uppi verkefnalausir ef ekki hefði kom­ið til þessa verkefnis nú,“ sagði Ingileifur í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.