Ingigerður ráðin leikskólastjóri

Ingigerður Stefánsdóttir. Ljósmynd/Skessuhorn

Ingigerður Stefánsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Heklukoti á Hellu en Auður Erla Logadóttir, fráfarandi leikskólastjóri, lætur af störfum um áramótin.

Ingigerður starfar nú sem leikskólastjóri við leikskóla Snæfellsbæjar. Rósa Hlín Óskarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, mun stýra Heklukoti í samstarfi við Ingigerði næstu mánuði þar til Ingigerður kemur að fullu til starfa í Heklukoti næsta vor.

Ingigerður er leikskólakennari að mennt og útskrifaðist frá Kennaraháskólanum í Solna, Stokkhólmi árið 1987 og tók diplómagráðu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands 2004. Hún hefur starfað sem leikskólastjóri í 29 ár, fyrst á Ísafirði árin 1991-2003 og frá árinu 2003 hjá Snæfellsbæ og þar af nú síðustu árin sem forstöðumaður beggja starfsstöðva hans á Hellissandi og Ólafsvík.

Þrír umsækjendur voru um starfið og voru þeir allir teknir í viðtal.

Fyrri greinFyrsta mót Egils í rúmt ár
Næsta greinVarasamar aðstæður á Hellisheiði