Ingibjörg verði sveitarstjóri

Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum í gær að semja við Ingibjörgu Harðardóttir á Björk II um starf sveitarstjóra í hreppnum.

Ingibjörg skipaði annað sætið á C-lista sem náðu meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum. Ingibjörg býr á Björk II og er með Macc próf í reikningshaldi og endurskoðun.

Fulltrúar K lista lögðu til að staða sveitarstjóra yfði auglýst eins og öll önnur störf á vegum sveitarfélagsins en meirihlutinn felldi þá tillögu.

Gunnar Þorgeirsson verður oddiviti í Grímsnes- og Grafningshreppi í 50% starfshlutfalli og Hörður Óli Guðmundsson varaoddviti í 30% starfshlutfalli.

Fyrri greinMargrét áfram sveitarstjóri
Næsta greinStóra kaffimálið afgreitt