Ingi Heiðmar ráðinn organisti

Ingi Heiðmar Jónsson hefur hafið störf sem organisti Hraungerðis- og Villingaholtssókna.

Ingi Heiðmar tók við starfinu nú um mánaðarmótin af Ingimar Pálssyni sem lét af störfum að eigin ósk.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Áveitunnar. Þar kemur einnig fram að kóræfingar verða að venju á þriðjudagskvöldum kl. 20:30 og hefjast þann 25. október. “Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjukórinn og gaman væri að sjá ný andlit og heyra í nýjum röddum,” segir í pistli Sólveigar Þórðardóttur í Áveitunni.