Indverskur fjárfestir byggir upp í Skálabrekku

Indverskur fjárfestir, Bala Kamallakharan, hyggst byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni Skálabrekku í Þingvallasveit.

Kamallakharan er giftur íslenskri konu og er íslenskur ríkisborgari og þurfti því ekki að sækja um leyfi til innanríkisráðuneytisins um undanþágu frá lögum um jarðakaup útlendinga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verið sé að vinna að skipulagstillögu um framkvæmdir á jörðinni sem er um 500 hektarar.

Fyrri greinAtli ætlar að kæra
Næsta greinUni og Jón Tryggvi í jólalagakeppninni