Indriði ráðinn sveitarstjóri

Indriði Indriðason, fyrrum fjármálastjóri Rangárþings ytra, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Indriði er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er hann að ljúka MS.c námi í fjármálum og alþjóða bankahagfræði við Háskólann á Bifröst.

Í tilkynningu frá Tálknafjarðarhreppi segir að Indriði hafi reynslu og þekkingu á sveitarstjórnarmálum en hann hefur m.a. starfað sem fjármálastjóri, bæjarritari og staðgengill sveitarstjóra, nú síðast hjá Rangárþingi ytra.

Indriði mun hefja störf frá og með 4. febrúar.

Fyrri greinKjartan Ólafs: Stjórnmálamenn skipta máli
Næsta greinHætt við sölu á Pakkhúsinu