Illa haldinn af bráðaofnæmi

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann upp í Landmannalaugar um hádegið í dag.

Maðurinn hafði fengið bráðaofnæmi og var illa haldinn þegar sjúkraflutningsmenn komu á staðinn, en er þó ekki talinn vera í lífshættu.

Hann hafði gengið langa leið í slæmri vetrarfærð og kulda. Ekki er ljóst hvað olli ofnæminu.