Íkveikja í Vallaskóla eftir brunaæfingu

Vallaskóli á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Reykræsta þurfti hluta Vallaskóla á Selfossi í morgun eftir að nemandi kveikti í klósettrúllustandi inni á salerni í skólanum.

Íkveikjan átti sér stað eftir að Brunavarnir Árnessýslu höfðu æft rýmingu skólans með starfsfólki og nemendum fyrr í morgun.

Æfingin gekk vel en að henni lokinni fór viðvörunarkerfi í gang þar sem boð bárust um eld inni á salerni í þeim hluta skólans sem hýsir eldri nemendur. Greiðlega gekk að rýma skólann aftur og nemandi náði að slökkva eldinn með handslökkvitæki.

Nemendur skólans voru kallaðir á sal eftir þetta atvik þar sem rætt var við þá um alvarleika þess að kveikja í.

Fyrri greinFullorðinsfræðsla og símenntun í höndum Sunnlendinga
Næsta grein„Lærum saman“ í handhægri öskju