Íbúum boðin frí ljósleiðaralagning

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á að sveitasjóður kosti lagningu á ljósleiðara heim að íbúðarhúsum í hreppnum.

„Þetta er gjörbylting fyrir alla sem þurfa að starfa við fjarvinnslu og býður upp á mikla möguleika fyrir þá. Þetta er öruggara kerfi, svo maður nefni nú ekki fleiri sjónvarpsrásir fyrir heimilin. Fyrir marga bændur er líka orðið mikilvægt að vera í sambandi við framleiðendur og þjónustuaðila vegna æ viðameiri tölvukerfa,“ segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, í samtali við Sunnlenska.

Gegn þessu þarf viðkomandi að kaupa tnegingu við ljósleiðarann í tvö ár á 2.980 kr. á mánuði, bundið vísitölu neysluverðs.

Eigendur íbúðarhúsa þar sem ekki er búseta, sumarhúsa og fyrirækja í sveitarfélaginu þurfa sjálfir að kosta lagningu frá stofnæð en gefst kostur á tengingu við ljósleiðarann á sömu kjörum og aðrir íbúar sveitarfélagsins.

Fyrri greinArilíus ekki með í sumar
Næsta greinSnjómokstur 40 milljónir fram úr áætlun