Íbúðarhús í Vík skemmdist í eldsvoða

Húsið er talsvert skemmt af völdum elds, vatns og reyks. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Slökkvilið Mýrdalshrepps var kallað út snemma í morgun þegar tilkynning barst um eld í íbúðarhúsi við Bakkabraut í Vík.

Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsið er gamalt og einangrað með heyi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi urðu ekki slys á fólki en íbúi í húsinu komst út af sjálfsdáðum og var kominn út þegar slökkvilið bar að garði.

Slökkvistarf gekk vel en húsið er talsvert skemmt af völdum elds, vatns og reyks. Rannsókn eldsupptaka stendur yfir en lögreglu grunar helst að þau hafi orðið í rafbúnaði ljóss í húsinu.

Fyrri greinRóleg vika hjá lögreglunni
Næsta greinSektaður fyrir of þungan vörubíl