Íbúðafélag Hornafjarðar hses tekur við nýjum íbúðum

Frá afhendingu íbúðanna (f.h.) Matthildur Ásmundadóttir bæjarstjóri, Gunnar Gunnlaugsson eigandi Mikael ehf., Styrgerður H. Jóhannsdóttir eigandi Mikael ehf., Björn Ingi Jónsson framkvæmdastjóri Íbúðafélags Hornafjarðar hses, Bryndís Hólmarsdóttir stjórnarmaður í Íbúafélagi Hornafjarðar hses og Gunnhildur Imsland stjórnarmaður í Íbúafélagi Hornafjarðar hses. Ljósmynd/Aðsend

Íbúðafélag Hornafjarðar sem stofnað er að frumkvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar tók í dag við fyrstu íbúðunum sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir.

Sveitarfélagið Hornafjörður ásamt ríkinu lagið til stofnframlag sem nýtt var til byggingu á leiguíbúðum. Íbúðafélag Hornafjarðar hefur samið við Sveitarfélagið Hornafjörð um að sjá um úthlutun og umsjón með íbúðunum. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem byggðar eru og úthlutað verður á grunni laga um almennar leiguíbúðir.

Í dag afhenti byggingarverktakinn Mikael ehf. Íbúðafélagi Hornafjarðar hses húsnæðið sem í eru fimm íbúðir sem hafa verið í byggingu undanfarna mánuði. Árið 2016 auglýsti Íbúðalánasjóður eftir umsóknum um stofnframlag ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum um almennar íbúðir og Íbúðafélag Hornafjarðar hses sótti um stofnframlag og fékk úthlutað.

Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undur tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi á öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Stofnframlög sveitarfélagsins er 16% og stofnframlag ríkisins 22% af stofnvirði vegna byggingar á þessum íbúðum.

Fyrri grein„Það er þetta ógnvænlega andrúmsloft sem ég reyni að fanga“
Næsta greinÍslensk knattspyrna 2018 komin út