Íbúarnir vöknuðu við reykskynjara

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hrísholt á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Eldurinn kviknaði á stofuborði, út frá kerti sem gleymst hafði að slökkva á.

Íbúar í húsinu vöknuðu við reykskynjara og náðu að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Fólkið slapp ómeitt og ekki urðu neinar skemmdir að ráði, fyrir utan borðið sjálft.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kom á vettvang skömmu síðar og reykræsti íbúðina.