Íbúar loki gluggum vegna brunans – Vatnslaust víða

Vegna eldsins í röraverksmiðjunni Set á Selfossi er þeim tilmælum beint til fólks í Haga- og vesturhluta Hólahverfis að hafa glugga á húsum sínum lokaða ef ske kynni að reyk frá brunastað myndi leggja yfir hverfin.

Vegna yfirstandandi slökkvistarfs hefur verið lokað fyrir hluta af neysluvatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar, til að viðhalda vatnsþrýstingi á brunavettvangi, segir í tilkynningu frá lögreglunni.