Íbúar Hrunamannahrepps orðnir fleiri en 900

Flúðir. Ljósmynd/Hera Hrönn Hilmarsdóttir

Íbúar Hrunamannahrepps eru orðnir 902 talsins en 900 íbúa múrinn í sveitarfélaginu var rofinn í síðustu viku.

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri, segir að ekki sé von á öðru en að það muni fjölga duglega í hreppnum á næstu misserum þegar nýjar íbúðir munu rísa.

„Lausleg talning sýnir að búið er að úthluta eða að framkvæmdir eru hafnar á um 50 íbúðum í og við þéttbýlið á Flúðum. Vafalaust mun taka einhvern tíma að klára þær allar en það er ljóst að í þeim munu fjölskyldur framtíðarinnar búa sér heimili og bjóðum við alla velkomna hingað í Hrunamannahrepp,“ segir Aldís.

Fyrri greinKeflvíkingar of stór biti
Næsta greinGul viðvörun: Dimm él á fimmtudag