Íbúar að gefast upp

„Svona lítur Vorsabæjarvegurinn út mestan part árs. Þegar rignir verður syðri hluti hans ófær fólksbílum vegna mikillar drullu.

Hann verður bæði mjög háll og bílar bara sökkva í veginn,” segir Elínborg Baldvinsdóttir í Vorsabæ í Flóa um ástand vega í grennd við sig.

Hún segir íbúa þar vera að gefast upp á ástandinu, og að bílar fari illa á því þegar aka þarf um djúpar holur alla daga.

„Svörin sem við fáum frá Vegagerðinni er að það séu engir peningar til. Mér finnst þetta fyrst og fremst spurning um forgangsröðun verkefna, sumir vegir virðast fá árlegt viðhald og eða uppbyggingu en í fjölda ára hefur ekki verið borið í Vorsabæjarveginn í heild,” segir hún.

Fyrri greinÆgir tapaði á Hornafirði
Næsta greinHNLFÍ hlýtur alþjóðleg nýsköpunar-verðlaun