Íbúakosning um leikskóla

Kjósendur í Flóahreppi verða beðnir um að segja skoðun sína á framtíðarstaðsetningu leikskólans Krakkaborgar í skoðanakönnun sem fram fer samhliða alþingiskosningum á morgun.

Leikskólinn er nú í húsnæði gamla skólahúsnæðisins á Þingborg en spurt er um vilja til að halda starfsemi þar áfram eða færa hana í húsnæði Flóaskóla í Villingaholti.

Krökkum í leikskólanum hefur fjölgað og ef ákveðið verður að halda starfsemi Krakkakots áfram á Þingborg þarf að fjárfesta í breytingum á húsinu, að sögn Aðalsteins Sveinssonar, oddvita Flóahrepps.

Ef starfsemin verður færð verður reynt að selja eða leigja húsnæðið.

Fyrri greinAxel Óli: Að kasta atkvæði sínu á glæ
Næsta greinSilja Dögg: „Komin með ógeð af stjórnmálum…