Íbúafundur um verslunarmál

Í dag kl. 14 verður haldinn íbúafundur um verslunarmál í Rangárþingi eystra í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli.

Eins og sunnlenska.is greindi frá á dögunum hefur sveitarstjórn Rangárþings eystra viðrað hugmyndir um stofnun almenningshlutafélags í sveitarfélaginu vegna óánægju með verðlag í verslun Kjarvals á Hvolsvelli.

Á fundinum mun Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, fara yfir stöðu verslunarmála í sveitarfélaginu og Elvar Eyvindsson mun segja frá hugmyndum sínum um stofnun almenningshlutafélags, eða kaupfélags um verslun.

Eftir framsögurnar verða frjálsar umræður.

Fyrri greinDusty Miller með tónleika í kvöld
Næsta greinDagur íslenskrar tungu í Hvolsskóla