Íbúafundur um sorpurðun í Ölfusi

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Sorpstöð Suðurlands boðar til fundar með íbúum í Ölfusi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss.

Þar verða kynntar forsendum fyrir staðarvali og uppbyggingu á mögulegum urðunarstað á Nessandi í Ölfusi sem hluta af samstarfi sorpsamlaga á Suðvesturlandi.

Úrgangsmál á Suðurlandi og samstarf sorpsamlaga á Suðvesturlandi verða kynnt auk þess sem fjallað verður um undirbúning vegna mögulegs urðunarstaðar á Nessandi.

Í lokin verða umræður og boðið upp á fyrirspurnir.

Fundarstjóri er Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss.

Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir.

Fyrri greinBiskupstungnabraut lokað við Reykholt
Næsta greinGuðmundur Tyrfingsson bauð lægst í frístundaaksturinn