Íbúafundur um löggæslu og forvarnir

Í kvöld kl. 20 stendur Sveitarfélagið Árborg fyrir opnum íbúafundi á Hótel Selfossi um löggæslu- og forvarnamál í sveitarfélaginu.

Á fundinum flytja Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, erindi um stöðu löggæslumála og Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi og Gunnar Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi fara yfir forvarnarmálin og ræða m.a. um stöðu og hlutverk forvarnarhóps Árborgar.

Fundarstjóri er Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Allir eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt en opið verður fyrir umræður að loknum erindum.

Fyrri greinSyntu 81,5 kílómetra í Guðlaugssundi
Næsta greinKolbeinn og Geir til liðs við Selfoss