Íbúafundur um Kötlu

Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu hefur boðað til íbúafundar í Vík í Mýrdal miðvikudagskvöldið 23. júlí í Leikskálum kl. 20.

Þar verður rætt um Kötluklaup og stöðu mála í Kötlu.

Fyrirlesari kvöldsins verður Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Einnig munu mæta á fundinn fulltrúar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Innanríkisráðuneytinu.

Fyrri greinVatnsveðrið setur strik í reikning golfara
Næsta greinHátíðin Sumar á Selfossi aldrei verið glæsilegri